Hér má nálgast reglurnar í heild sinni. Verklagsreglur Orlofssjóðs BHM

AÐILD AÐ SJÓÐNUM
Sjóðsaðild byggir almennt á því að greitt sé til sjóðsins mánaðarlegt framlag sem miðast við 0,25% af heildarlaunum. Mánaðarleg ávinnsla orlofspunkta er að hámarki 4 punktar. Punktaávinnsla miðast eingöngu við greiðslu framlags, árgjalds eða ævigjalds. Orlofspunktar ávinnast ekki ef greiðslur til sjóðsins falla niður en réttur til nýtingar orlofskosta sjóðsins helst óskertur

REGLUR UM ÚTLEIGU 
Þau tímabil sem sækja þarf um og úthlutast eftir punktakerfi er páskaleiga, leiga í útlöndum á sumrin og leiga innanlands á sumrin. þessi úthlutun byggist á punktaeign sjóðfélaga sjóðsins. Á veturna gildir reglun fyrstur kemur fyrstur fær. Ef hópar óska eftir að bóka saman verður að bóka hverja leigueiningu á kennitölu sjóðfélaga. 

PUNKTAKERFI ORLOFSSJÓÐS
Félagi í sjóðnum safnar 48 punktum fyrir hvert unnið ár eða fjórum punktum fyrir hvern mánuð. 
Fyrir hverja keypta þjónustu dragast frá punktar, mismunandi margir eftir hvað keypt er. 150 punktar eru teknir um páskana, á sumrin innanlands frá öðrum föstudegi í júní í 10 vikur. 150 punktar eru líka teknir fyrir leigu erlendis á sumrin en þá er það frá fyrsta föstudegi í maí í 20 vikur og 35 á öðrum tímum. 5 punktar eru teknir fyrir að kaupa hótelmiða aðra niðurgreidda miða eða þjónustu t.d. veiðikort, útilegukort.

UMSÓKNARFRESTUR  
Lok umsóknarfrests vegna dvalar í:
Í orlofsíbúðum erlendis er 15. febrúar.
Í orlofshúsum innanlands um páska er 1. mars.
Í orlofshúsum innanlands á sumrin er 2. apríl. 
Yfirleitt liggja niðurstöður fyrir innan tveggja til þriggja daga. Niðurstöður eru sendar í tölvupósti á það netfang sem var notað í rafrænni umsókn. Ef úthlutun fæst er greitt fyrir hana með því að skrá sig inn á Bókunarvefinn og greiða fyrir hana með kreditkorti.

ÞEGAR UPP KOMA VANDAMÁL Í ORLOFSHÚSI 
Ef aðbúnaður í orlofshúsinu ekki í samræmi við lýsingu er sjóðfélagi beðinn um að láta viðkomandi umsjónarmann strax vita og á hann þá að leitast við að koma hlutunum í lag. Ef ekki hefur tekist að laga það sem úrskeiðis hefur farið er sjóðfélagi beðinn um að hafa samband við skrifstofu sjóðsins strax og dvöl lýkur. Ef vanefndir hafa sannanlega rýrt orlofsdvölina endurgreiðir Orlofssjóður allt að helmingi leigugjaldsins og fellir niður punkta ef ekki hefur verið veittur afsláttur við leigutöku vegna þessa. 

AFPÖNTUN OG BREYTINGAR
Ef sjóðfélagi hættir við dvöl innanlands að sumri úthlutunartímabili með a.m.k. 14 daga fyrirvara endurgreiðir sjóðurinn 80% leigugjalds. En á öðrum tímum ársins með 7 daga fyrirvara. Ef sjóðfélagi hættir við dvöl með skemmri fyrirvara endurgreiðir sjóðurinn ekki 80% nema að húsið leigist aftur. Heimilt er leigutaka að breyta bókun einu sinni fyrir hverja leigu. Nýja bókunin þarf að vera samskonar og sú sem hætt er við og kosta það sama. Breytingar fara fram á skrifstofu sjóðsins. Þessi breyting þarf að gerast með a.m.k. 14 daga fyrirvara að sumri en a.m.k. 7 daga fyrirvara að vetri. Sama gildir þegar hætt er við dvöl eða skipt um tíma í orlofsíbúð erlendis – þó þannig að í stað 14 daga fyrirvara er fyrirvarinn 28 dagar. Ef hótelmiði er ekki notaður og óskað er eftir endurgreiðslu innan gildistíma miðans er 80% verðsins endurgreitt. Útilegukort, Veiðikort, Gjafabréf eða önnur sambærileg afsláttarkort eru ekki endurgreidd.

ÞRIFAGJALD
Sjóðsfélagar eru rukkaðir fyrir þrifagjald ef ekki er þrifið nægilega vel að mati umsjónarmanns en hærra eftir mati fjármálastjóra ef vanhöld á þrifum eru sérstök og útheimta meiri útgjöld fyrir sjóðinn. 

VEÐUR OG SNJÓMOKSTUR
Orlofssjóður BHM ábyrgist snjómokstur á föstudögum og sunnudögum á orlofssvæðum en ekki aðra daga og ábyrgist ekki veðurskilyrði eða færð á þjóðvegum. Göngustígar á orlofssvæðum og að húsum eru ekki mokaðir. Leigugjald er því ekki endurgreitt þótt sjóðfélagi geti ekki nýtt sér dvöl að fullu vegna veðurs eða ófærðar.

GÆLUDÝR
Óheimilt er að hafa hunda, ketti eða önnur gæludýr með í bústaði í eigu Orlofssjóðs BHM eða á vegum sjóðsins nema sérstaklega komi fram í leigusamningi að það sé heimilt. Þó er heimilt að hafa hunda í húsum nr. 13, 14, 15, 16, 17 og 37 í Brekkuskógi og í húsi nr. 22 og 10 að Hreðavatni enda sé fylgt öllum almennum reglum um hundahald. Lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð. Við þetta bætast nokkur hús að sumri sem sjóðurinn leigir af einkaaðilum.