Leiðbeiningar um það má finna „HÉR“.

Í vissum orlofskostum OBHM er hægt að kaupa þrif, upplýsingar um það koma fram á kvittun þinni. Ef ekki er þrifið nægilega vel að mati umsjónarmanns og þrifa þarf eftir dvöl sjóðfélaga þá þarf sjóðfélagi að greiða fyrir slíkt.

Meðlimir í orlofssjóði BHM eru með tveir fyrir einn tilboð í Fontana spa á Laugarvatni. Taka þarf fram við starfsmann áður en greitt er að maður sé meðlimur í orlofssjóði BHM. 

Þeir sjóðfélagar sem njóta fullra réttinda í OBHM við töku lífeyris geta greitt ævigjald til að viðhalda sjóðsaðild og réttindum sem viðkomandi á í sjóðnum. Við greiðslu frá sjóðfélagar 72 punkta en um frekari punktaávinnslu er ekki að ræða. Sjóðfélagi heldur síðan rétti sínum í sjóðinn um aldur og ævi.

Til þess að staðfesta að þú sért á fullum eftirlaunum, þá þarftu að senda afrit (góð mynd dugir) af nýjasta launaseðli frá lífeyrissjóði í tölvupósti á netfangið sjodir@bhm.is

Athugaðu að sjóðfélagar eru virkir í þrjá mánuði í sjóðnum eftir að þeir hætta að vinna. 

Þú ferð á bókunarvefinn þar sem þú bókaðir sumarhúsið,  velur þar nafnið þið í hægra horninu uppi. Þar er svo hæg að smella á „Kvittanir“ og svo það sem við á með því að velja „Nánar“. Þar er bæði hægt að prenta út og senda sér kvittun í tölvupósti.

Árgjald atvinnuleitenda  sem óska eftir áframhaldandi aðild auk þeirra sjóðfélaga sem leita sér endurmenntunar eða eru í launalausu leyfi frá starfi, skal vera kr. 3.000,- og jafngildir ávinnslu 48 punkta.

Nauðsynlegt er að sýna fram á atvinnuleysi með launaseðli frá Vinnumálastofnun. Senda má afrit (góð mynd dugir) á sjodir@bhm.is


Árgjald þeirra sjóðfélaga sem leita sér endurmenntunar eða eru í launalausu leyfi frá starfi, skal vera kr. 3.000,- og jafngildir ávinnslu 48 punkta.

Nauðsynlegt er að sýna fram á staðfestingu frá yfirmanni ef um launalaust leyfi eða námsleyfi er að ræða. Staðfestinguna skal senda á sjodir@bhm.is

Árgjald  öryrkja sem óska eftir áframhaldandi aðild skal vera kr. 3.000,- og jafngildir ávinnslu 48 punkta.

Senda þarf afrit af örorkuskírteini eða góða mynd af því á netfangið sjodir@bhm.is

Athugaðu hvort þú hafir notað rétt númer. Þú átt að nota „Afsláttarávísun númer“. Þú átt ekki að nota „pöntunarnúmer“, það númer er eingöngu fyrir bókhaldið okkar.

 Ef „Afsláttarávísun númer“ virkar ekki þá skaltu byrja á því að hafa samband við viðkomandi flugfélag og athuga hvort flugfélagið getur hjálpað þér. Ef flugfélagið vísar þér frá þá skaltu senda póst á sjodir@bhm.is

Á meðan frestur til að senda inn er ekki liðinn er hægt að fara inn í umsóknina hvenær sem er og breyta henni.

Vetrarleiga (Tveir dagar í senn)

Ef afbókað er með viku fyrirvara þá fær sjóðfélagi 80% endurgreitt af leigugjaldi sínu. Ef afbókað er með minna en viku fyrirvara fær sjóðfélagi einungis endurgreitt 80% af leigugjaldi sínu ef húsið leigist aftur.

Sumarleiga innanlands (Leigð vika í senn)

Ef afbókað er með tveggja vikna fyrirvara þá fær sjóðfélagi 80% endurgreitt af leigugjaldi sínu. Ef afbókað er með minna en tveggja vikna fyrirvara fær sjóðfélagi einungis endureitt 80% af leigugjaldi sínu ef húsið leigist aftur.

Sumarleiga erlendis (Leigð vika í senn)

Ef afbókað er með 28 daga fyrirvara þá fær sjóðfélagi 80% endurgreitt af leigugjaldi sínu. Ef afbókað er með minna en 28 daga fyrirvara fær sjóðfélagi einungis endurgreitt 80% af leigugjaldi sínu ef húsið leigist aftur.

Veikindi

Ef um veikindi er að ræða þá skaltu endilega taka það fram.  Í því tilviki fer endurgreiðsla þín bið og fær sjóðfélagi endurgreitt 80% af leigugjaldi sínu þegar heilsugæsluvottorð berst.  Athugaðu að hafa eins litlar persónugreinanlegar upplýsinga á heilsugæsluvottorðinu eins og þú getur. Ástæða veikinda þarf ekki að koma fram, heldur þarf starfsmaður á heilsugæslu einungis að votta að viðkomandi aðili hafi ekki geta nýtt sér bústað sökum veikinda.

ATH. Endurgreiðslur eru greiddar út á föstudögum inn á bankareining sjóðfélaga.


Þegar úthlutun er lokið og greiðslufrestur er liðinn verða þau hús sem eftir verða sett á orlofsvefinn. Þar geta þeir einir bókað í forgangbókun sem fengu úthlutun eða hættu við úthlutunina sína. Þessi forgangur stendur í eina viku.

Þrátt fyrir að þú sért í mínus í punktastöðu getur þú leigt orlofshús ef þau eru laus, það er hins vegar ólíklegt að þú fáir úthlutað yfir hásumarið en getur þó allaf gerst. 

5 punktar: Gjafabréf WOWair

5 punktar: Gjafabréf Flugfélag Íslands

8 punktar: Gjafabréf Icelandair

5 punktar: Fyrir hvern hótelmiða, Veiðikortið, Golfkortið og Útilegukortið

150 punktar: Fyrir sumarhús og íbúðir í vikuleigu í 10 vikur yfir sumartímann

Ath. Orlofshús sem standa út af eftir að úthlutun lýkur eða losna óvænt á úthlutunartímanum kosta líka punkta.

Orlofshús sem bókuð eru utan úthlutunartíma kosta ekki punkta.

Þú finnur upplýsingar um það á kvittun þinni. Lang flest hús OBHM eru með lyklaboxi. Þú finnur númerið á því á kvittun þinni undir „Aðgengi“.

Það á að vera búið að skila inn þessum umsóknum fyrri páska 1. mars og fyrir útlönd 15. febrúar. Umsóknarformið kemur á netið í byrjun janúar.

Það á að vera búið að skila inn þessum umsóknum að fyrir  kl. 00:00 að kvöldi 1. apríl. Umsóknarformið kemur á netið í janúar.

Opið er fyrir bókanir innanlands rúma þrjá mánuði fram í tímann, að undanskildum páska- og sumarúthlutunartíma. 15 hvers mánaðar bætist við vefinn nýr mánuður og er opnað fyrir bókanir á orlofsvefnum kl 12:00. Undirtilkynningar má sjá hvernig opnunum vetrarins er háttað.

Umsóknartími fyrir páskaleigu er auglýstur í janúar og úthlutað í kringum 1. mars.
Umsóknartími fyrir sumarið er auglýstur í janúar  og úthlutað í kringum 1. apríl.

Umsóknartími fyrir sumarið er auglýstur í janúar  og úthlutað í kringum 1. apríl.

Úthlutun: Auglýst er eftir umsóknum um ákveðin tímabil (páskar-sumar). Þú sækir um og eftir ákveðinn tíma fer úthlutun fram og svar berst í tölvupósti.

Bókun:Þú ferð sjálf/ur inn á orlofsvefinn og kynnir þér hvað er laust, bókar og greiðir. Gildir fyrir laus sumarhús að vetri og  lausar vikur á sumrin.

Sjóðsaðild byggir almennt á því að iðgjöldum, sem miðast við 0,25% af heildarlaunum, sé skilað mánaðarlega í sjóðinn. Mánaðarleg ávinnsla orlofspunkta er að hámarki 4 punktar.

Ef tveir félagsmenn eða fleiri sækja um sama stað og sömu dagsetningar fær sá félagsmaður úthlutun sem flesta punkta hefur. Hinir fá synjun ef þeir eru ekki með flesta punta á þeim stöðum og tímum sem þeir sóttu líka um, eftir að kerfið hefur farið í gegnum aðra valkosti. Kerfið virkar þannig að ef ekki er hægt að úthluta þeim stað sem settur var í fyrsta sæti þá er reynt að verða við því sem merkt var númer tvö o.s.frv.

Þeir sem afþakka það sem þeir sóttu um komst þrátt fyrir það í forgang að bóka það sem aðrir hafa ekki þegið.

Leiðbeiningar um það má finna „HÉR“.

Leiðbeiningar um það má finna „HÉR“.

Möguleikar á úthlutun aukast verulega ef valdir eru margir staðir og mismunandi tímabil. Hægt er að velja mest 10 valkosti, þú skalt fylla þetta allt út með mismunandi stöðum. Það eykur EKKI möguleikana að velja það sama í alla dálkana

Athugið, það er þó mikilvægt að á umsókninni séu valdir þeir staðir og tímasetningar sem henta örugglega. Það tefur alla afgreiðslu umsókna ef í ljós kemur að umsækjendur kæra sig ekki um það sem þeir höfðu sett í t.d. þriðja eða fjórða sæti á umsókninni.

Þú skalt svo alltaf sækja um hús. Þá ávinnur þú þér a.m.k. rétt til þess að vera í forgangsopnuninni þótt þú fáir ekki hús.


Ef eitthvað óvænt verður til þess að félagsmaður geti ekki nýtt sér úthlutun þarf hann að hafa samband við skrifstofu strax. Það er hægt að gera með því að senda tölvupóst á sjodir@bhm.is

Óheimilt er að hafa hunda, ketti eða önnur gæludýr með í bústaði í eigu Orlofssjóðs BHM eða á vegum sjóðsins nema sérstaklega komi fram á kvittun þinni að það sé heimilt.

Lausaganga hunda á svæðinum OBHM er stranglega bönnuð. 

Já allir virkir félagsmenn geta sótt um á úthlutunartímum þótt þeir eigi fáa eða enga punkta. Ef þeir eiga ekki nógu marga punkta sem nemum frádrættinum fer punktastaða viðkomandi í mínus.

Félagsmenn ávinna sér 48 orlofspunkta á ári, þ.e. 4 punkta fyrir hvern mánuð sem greitt er fyrir af vinnuveitanda í sjóðinn.

Orlofspunktar stýra því hverjir eru í forgangi á úthlutunartímum. (Flestir punktar þýða mestu möguleikar).

Hægt er að skoða punktastöðu á ORLOFSVEFNUM. Punktastaða um áramót gildir þegar úthlutað er.

Punktastaða félagsmanna ræður úthlutun. Því fleiri punktar, þeim mun meiri möguleikar. Vikuleigan á sumrin „kostar“ 150 punkta. Ekki þarf þó að „eiga“ 150 punkta til að fá úthlutað heldur fer punktastaðan í mínus en jafnast svo út með tímanum.

.

Það skiptir engu máli hvenær umsóknin er send inn á umsóknartímabilinu. Sá sem sækir um á fyrsta degi á ekki meiri möguleika en sá sem sækir um á síðasta degi. Það er sá félagsmaður sem er með hæstu punktastöðu, þegar allar umsóknir hafa verið skoðaðar, sem fær úthlutað.

Þá skiptir miklu máli hvernig hópur umsækjenda er samsettur, það er, hvað þeir sem sækja um sömu vikuna og sama staðinn eru með háa punktastöðu. Júlí og fyrsta vikan í ágúst er vinsælasti tíminn.

 Ef félagsmenn merkja við fleiri staði og tímasetningar aukast möguleikar þeirra á úthlutun.

Orlofssjóður BHM ábyrgist snjómokstur á föstudögum og sunnudögum á orlofssvæðum en ekki aðra daga og ábyrgist ekki veðurskilyrði eða færð á þjóðvegum. Göngustígar á orlofssvæðum og að húsum eru ekki alltaf mokaðir.

Verðskrá má finna hér.

Ef aðbúnaður í orlofshúsinu ekki í samræmi við lýsingu er sjóðfélagi beðinn um að láta viðkomandi umsjónarmann strax vita og á hann þá að leitast við að koma hlutunum í lag. Ef ekki hefur tekist að laga það sem úrskeiðis hefur farið er sjóðfélagi beðinn um að hafa samband við skrifstofu sjóðsins strax og dvöl lýkur. Hægt er að senda póst á sjodir@bhm.is